Vöruflokkur: Leir

Leir er einstaklega fjölhæft verkfæri, sem hefur marga kosti fyrir litlar hendur. Að leira hvetur börn til að skapa og beita ímyndunaraflinu til að búa til hin ýmsu form, fígúrur eða byggingar. Barnið æfir svo fínhreyfingar og samhæfingu augna og handa á meðan það leikur sér.

Leirinn okkar er lífræn vara, framleidd úr hágæða hráefni. Endingartími leirsins fer því mikið eftir því hvernig hann er meðhöndlaður og notaður.

Hér eru nokkrir punktar sem við mælum með til að láta leirinn endast lengur:

  • Notið leirinn alltaf á hreinu yfirborði. 
  • Þvoið hendur fyrir og eftir notkun.
  • Gangið frá og lokið leirnum um leið og leik lýkur.
  • Ef saltkristallar myndast í leirnum er gott að hnoða hann aðeins til og ná stærstu kristölunum úr.
  • Ef leirinn er farinn að þorna er gott að bleyta aðeins hendurnar á sér og hnoða leirinn til.
  • Ef leirinn verður of blautur er best að láta hann standa eða reyna að nota hann þar til hann þornar; gæta þarf þó að því að gleyma honum ekki því ef hann verður of harður er ekki hægt að bjarga honum aftur. Einnig má bæta hveiti við leirinn til að gera hann ögn þurrari en best er að reyna að halda því í lágmarki þar sem það skekkir hlutföll innihaldsins sem hefur áhrif á hvernig leirinn hagar sér.
Leir - Pláneta - Skynjunarleikur -

Tengdar vörur

1 af 5