Um okkur
Hvað er Pláneta?
Pláneta er lítið fjölskyldufyrirtæki rekið af Joriku og Sigurði, áhugafólki um skynjunarleik. Frá fæðingu frumburðarins höfðum við mikinn áhuga á að læra um mismunandi leiki barna og ekki leið á löngu þar til við uppgötvuðum skynjunarleik og ný ástríða kviknaði. Ferðinni er stjórnað litlu Hnetunni okkar, en það er einmitt hún sem hefur kennt okkur mest og ástæðan fyrir því að Pláneta varð að veruleika.
Hefurðu heyrt um skynjunarleik?
Þegar börn fæðast byrja þau strax að skoða heiminn, til þess nota þau sjón, heyrn, snertingu, lyktar- og bragðskyn. Einnig spilar hreyfing og jafnvægi stóran part. Þetta er eðlilega leiðin til að læra og skilja heiminn í kringum sig. Sensory eða skynjunarleikur er þróaður með það markmið að örva skynfærin og stuðla þannig að heilbrigðum þroska barnsins.
Hægt er að breyta allri virkni sem inniheldur örvun á einu eða fleiri skynfærum í skynjunarleik.
Það er ekki bara gaman, heldur einnig gott fyrir andlegan og líkamlegan þroska barnsins. Skynjunarleikir styðja við marga færniþætti í þroska barnsins, svo sem vitsmunaþroska, styrkja fín- og grófhreyfingar, þjálfa málþroska, stuðla að myndun taugatenginga, efla ímyndunarafl og gefa tækifæri til sköpunar og úrvinnslu vandamála.
Skynjunarleikur getur tekið á sig ýmsar myndir, t.d. er hægt að gera "vísindalegar tilraunir", æfa talningu eða notast við skynjunar verkfæri til að knýja fram slökun hjá barninu.
Til að fylgjast með ævintýrum okkar getiði fundið okkur á Facebook og Instagram.
Gakktu til liðs við Plánetu
Og vertu partur af veröld tileinkaðri skynjunarleik