Pláneta
Skynjunarleir - Lofnarblóm
Skynjunarleir - Lofnarblóm
Deila
Skynjunarleirinn okkar er handgerður úr lífrænum efnum og inniheldur ilmkjarnaolíu. Lyktin af Lofnarblómum næst fram með lavenderolíu, lyktin af appelsínuleirnum frá mandarínuolíu og piparmintuilmurinn næst fram með piparmintuolíu. Leirinn kemur í litlum áldósum og inniheldur hver dós að lágmarki 120 g af leir.
Það er hægt er að bæta glimmeri í leirinn fyrir 90 kr.
Leirinn er litaður með náttúrulegum litarefnum og getur liturinn því verið breytilegur.
Leiðbeiningar:
- Opnið og leikið - Best er að þvo alltaf hendur fyrir leik og nota leirinn á hreinu yfirborði til að halda honum hreinum og ferskum. Gott er að notast við mottu eða bretti ef leirinn er notaður á viðkvæmum yfirborðum.
- Uppgötvaðu og skapaðu - Kremdu, kreistu, rúllaðu og skapaðu í takmarkalausum skynjunarleik!
- Geymsla - Geymið í loftþéttum umbúðum til að viðhalda ferskleika. Ekki hafa áhyggjur þótt að leirinn byrji að þorna eða saltkristalar að myndast. Það eina sem þú þarft að gera er að hnoða leirinn með nokkrum dropum af vatni eða olíu til að endurheimta mýktina.
- Leikur með umsjónm - Leirinn er ætlaður fyrir börn 3 ára og eldri og skal notast undir yfirsýn umsjónaraðila.



Aðrir vöruflokkar sem þú gætir haft áhuga á.

Fígúru Túbur
Túburnar eru frábær viðbót til að fullkomna skynjunarbakkann.
Hver túba inniheldur frá 6-14 fígúrur sem bjóða upp á ýmis viðfangsefni, svo sem: skordýr, sjávardýr, blóm, líffæri, fljúgandi farartæki og margt margt fleira.

Leiksilki
Leiksilki eru frábært verkfæri fyrir skynjunarleik að öllu tagi. Leiksilkin eru einstaklega mjúk og falleg með æðislega áferð og eru því algjör sprengja fyrir bæði sjón og snertingu. Leiksilkin bjóða upp á alveg opin leik, og það er ótrúlegt að fylgjast með barninu leika sér að því og sjá hvað þvi dettur í hug. Leiksilkin eru gerð út 100% hreinu 5 momme mórberja silki og handlituð með eiturefnalausum litum.

Clicques
Clicques eru einstaklega falleg og vandöð skynjunarleikföng. Clicques eru handgerðar úr hágæða agnbeykivið sem gefur þeim alveg einstakt útlit. Clicques eru í 3 pörtum sem haldast saman með seglum og er hægt að skipta þeim út eins og manni sýnist. Clicques koma í alveg plastlausum umbúðum og er hægt að nýta kassann þeirra sem dúkku hús.
Gakktu til liðs við Plánetu
Og vertu partur af veröld tileinkaðri skynjunarleik