Yellow Door

Skynjunar Steinar - Risaeðlu Fótspor

Skynjunar Steinar - Risaeðlu Fótspor

Venjulegt verð 5.490 kr
Venjulegt verð Útsölu verð 5.490 kr
Útsala Vara uppseld
Skattur innifalinn.

Risaeðlu fótsporin er frábær skemtun fyrir alla sem hafa gaman af risaeðlum.

Ýtið steinunnum í sand, drullu eða mold til að búa til fótspors slóð sem börnin geta elt. Hvaða risaeðlu skyldu þau finna þegar slóðin er á enda? Börnin geta svo skráð niðurstöður með að leggja blað á steinanna og taka í gegn eða notað leir og stimplað í hann.

Þegar leiknum er lokið er svo frábær skemtun að leyfa börnunum að skola af steinunum með volgu vatni og mildri sápu, svo allt sé klappað og klárt til að endurtaka leikinn aftur daginn eftir.

Þessir tvíhliða skynjunar steinar eru fullkomnir til kveikja áhuga barna á risaeðlum og fræðast um þær í leiðinni.

Inniheldur 8 tvíhliða steina: Apatosaurus, Deinonychus, Hypsilophodon, Iguanodon, Quetzalcoatlus, Stegosaurus, Triceratops og Tyrannosaurus Rex.

  • Stærð u.þ.b. 90x60mm
  • Búið til úr stein/trjákvoðu blöndu
  • Aldur 2+

Aðeins um skynjunar steinanna:

Einfaldleikinn gefur steinunum alveg einstakt útlit. Gerðir úr einstakri stein/trjákvoðu blöndu sem gerir þeim kleift að þola flestar aðstæður, og eru eins og nýjir eftir að hafa verið þrifnir.

Umhirða:

Steinarnir eru nógu sterkir til að vera notaðir allt árið, í hvaða veðri sem er. Þrífið með volgu vatni og uppþvottalög.

Skoða fulla lýsingu

Skynjunarsteinar

Helstu eiginleikar

Skynjunarsteinarnir eru alveg einstök skynjunarleikföng. Þrátt fyrir að vera harðgerðir eru þeir einnig ótrúlega mjúkir viðkomu. Hvert sett af skynjunar steinum hefur einstaka áferð og eru því frábærir til að örfa snertingu.

Pláneta mælir með

Leyfið barninu að þrífa steinana eftir leik. Það gleymist oft hvað börn geta haft gaman af því að fá að hjálpa til við tiltekt, svo geta þrif einnig verið skemmtilegur skynjunarleikur. Setjið smá volgt vatn í plastskál eða bala og leyfið barninu að skrúbba steinana með uppþvottaburstanum.

Meðhöndlun og þrif

Heima er alltaf best, en tilbreyting er góð fyrir börn og fullorðna. Hvernig væri að fara aðeins útúr hreinlætinu, skella sér í regngalla og leika sér aðeins í drullunni?

Skolið svo af skynjunar steinunum með volgu vatni og mildri sápu. Ef það dugir ekki til er um að gera að grípa í uppþvottaburstann.

Endingargóðir og umhverfisvænir

Skynjunar steinarnir eru gerðir úr einstakri stein/trjákvoðu blöndu sem gerir þeim kleift að vera notaðir inni og úti, sama hvernig veðrar.

Aðrar vörur sem henta einstaklega vel með skynjunar steinunum

Leir

Mjúki leirinn okkar hentar einstaklega vel með flestum skynjunar steinum. Hægt er að nota steinana til að stimpla eða rúlla í leirinn, og svo er hægt að búa til ýmisskonar áhöld og umhverfi úr leirnum til að fullkomna skynjunarleikinn.

Skoða úrval

Vinsælustu vörurnar okkar

1 af 5