Kostir skynjunarleiks

Þegar Hneta litla var í kringum 6 mánaða gömul uppgötvuðum við Skynjunarleik og urðum við strax heltekin af honum. Það var ekki bara upplfunin og hin ýmsu afbrigði skynjunarleiks sem gripu hug okkar, heldur sáum við strax hvað skynjunarleikur var gagnlegur fyrir þroska hennar. Hér ætla ég að fara yfir nokkra af helstu kostum skynjunarleiks og hvað heillaði okkur mest.

  • Þroskandi fyrir hugrænt skilviti: Skynjunarleikur eykur forvitni barnsins og hvetur það til að skoða og uppgötva nýjar áferðir, form, liti, hljóð og lykt. Þetta örvar sköpungáfur barnsins, hjálpar því að leysa þrautir og stuðlar að gagnrýnri hugsun.
  • Eykur tungumálaskilning: Skyynjunarleikur hvetur barnið til að tala og tjá sig um hvað það sé að gera, sjá og upplifa. Þetta veitir barninu tungumálaskilning og eykur orðaforða þess.
  • Eykur félagsfærni: Skynjunarleikur er frábær fyrir einstaklings og hópa leik. Að leika saman í hóp, deila með sér efnivið og vinna saman að markmiði er frábær leið til að styðja við félagsþroska og færni.
  • Þjálfar fín hreyfingar: Skynjunarleikur gefur barninu tækifæri til að meðhöndla hluti af mismunandi stærðum og gerðum, með ýmiskonar áferðum. Þetta hjálpar barninu að æfa nákvæmni og fínhreyfingar, einsog t.d. að klípa, grípa, kreista.
  • Tjáning tilfinninga: Skynjunarleikur getur haft róandi og meðferðarleg áhrif á barnið. Það losar um spennu og kvíða á meðan það knýr fram ró og vellíðan.
  • Uppgötvun og forvitni: Skynjunarleikur hvetur barnið til að forvitnast og fræðast um umhverfi sitt. Þetta getur gefið barninu undrunartilfinningu og hjálpað því að þróa með sér löngun til að læra.