Oyuncak House

Viðarpúsl - Sólkerfið

Viðarpúsl - Sólkerfið

Venjulegt verð 9.490 kr
Venjulegt verð Útsölu verð 9.490 kr
Útsala Vara uppseld
Skattur innifalinn.

Hágæða handgert viðarpúsl af sólkerfinu. Inniheldur allar 8 plánetur sólkerfisins sem hægt er að taka úr og setja aftur í.  Frábært kennsluleikfang fyrir litlar hendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í púslmennsku. Einstök leið til að kynna sólkerfið og pláneturnar sem í því finnast fyrir barninu. Þetta fallega púsl hvetur til skemmtilegrar umræðu og kveikir áhuga barnsins á geimnum og vísindum ásamt því að auka forvitni þess.


Púslið er 20cm á lengd
Inniheldur allar 8 plánetur sólkerfisins.
Allar plánetur eru merktar á Íslensku.
Unnið úr hágæða valhnetu og linditré

Umhirða:
Ekki leggja í vatn, strjúkið af með rökum klút til að þrífa. Hægt að bera línolíu á til að endurheimta fegurð og gljáa.

Skoða fulla lýsingu

Afhverju að velja Pláneta.is

Aðrir vöruflokkar sem þú gætir haft áhuga á.

Fígúru Túbur

Túburnar eru frábær viðbót til að fullkomna skynjunarbakkann.
Hver túba inniheldur frá 6-14 fígúrur sem bjóða upp á ýmis viðfangsefni, svo sem: skordýr, sjávardýr, blóm, líffæri, fljúgandi farartæki og margt margt fleira.

Skoða úrval

Leiksilki

Leiksilki eru frábært verkfæri fyrir skynjunarleik að öllu tagi. Leiksilkin eru einstaklega mjúk og falleg með æðislega áferð og eru því algjör sprengja fyrir bæði sjón og snertingu. Leiksilkin bjóða upp á alveg opin leik, og það er ótrúlegt að fylgjast með barninu leika sér að því og sjá hvað þvi dettur í hug. Leiksilkin eru gerð út 100% hreinu 5 momme mórberja silki og handlituð með eiturefnalausum litum.

Skoða úrval

Clicques

Clicques eru einstaklega falleg og vandöð skynjunarleikföng. Clicques eru handgerðar úr hágæða agnbeykivið sem gefur þeim alveg einstakt útlit. Clicques eru í 3 pörtum sem haldast saman með seglum og er hægt að skipta þeim út eins og manni sýnist. Clicques koma í alveg plastlausum umbúðum og er hægt að nýta kassann þeirra sem dúkku hús.

Skoða úrval