Jellystone Design
Triblox
Triblox
Deila
Við kynnum með stolti, Triblox sílikon kubbana frá Jellystone design.
Byggðu, Staflaðu, Lærðu!
9 litríkir þríhyrningskubbar, framleiddir úr eiturefnalausu matvælasílikoni sem börn geta notað til að naga, byggja, stafla og læra. Fullkomið leikfang fyrir opinn leik. Hver kubbur er númeraður 1-9 á annarri hliðinni og hefur svo viðeigandi áþreifanlega mynd á hinni hliðinni sem býður upp á margs konar tækifæri til að læra og fræðast. Triblox er frábært verkfæri til að leyfa ungum börnum að efla sköpunargáfurnar og leyfir þeim að stýra eigin leik! Triblox hlaut gullverðlaun Mom’s Choice awards árið 2023.
Það sem þú þarft að vita:
- Kubbarnir eru númeraðir 1 - 9 með viðeigandi áþreifanlegri mynd á hinni hliðinni.
- Frábært verkfæri fyrir opinn leik.
- Fullkomin stærð og þyngd fyrir litlar hendur til að kanna, raða, æfa jafnvægi og stafla!
- Áþreifanlegt yfirborð sem hægt er að kremja og kreista.
- Fáanlegt í þremur vinsælustu litunum okkar - jarðlitum, pastellitum og regnbogalitum.
- Kubbarnir þola að vera frystir! Svo hægt er að nota kubbana til að gera ís eða klakamola.
Má setja í uppþvottavél eða þvo með volgu sápuvatni.
Stærð: 18cm x 18cm x 4cm (þegar sett saman). Stakir kubbar: 6.5cm x 6.5cm x 4cm.
Aðrir vöruflokkar sem þú gætir haft áhuga á.
Fígúru Túbur
Túburnar eru frábær viðbót til að fullkomna skynjunarbakkann.
Hver túba inniheldur frá 6-14 fígúrur sem bjóða upp á ýmis viðfangsefni, svo sem: skordýr, sjávardýr, blóm, líffæri, fljúgandi farartæki og margt margt fleira.
Leiksilki
Leiksilki eru frábært verkfæri fyrir skynjunarleik að öllu tagi. Leiksilkin eru einstaklega mjúk og falleg með æðislega áferð og eru því algjör sprengja fyrir bæði sjón og snertingu. Leiksilkin bjóða upp á alveg opin leik, og það er ótrúlegt að fylgjast með barninu leika sér að því og sjá hvað þvi dettur í hug. Leiksilkin eru gerð út 100% hreinu 5 momme mórberja silki og handlituð með eiturefnalausum litum.
Clicques
Clicques eru einstaklega falleg og vandöð skynjunarleikföng. Clicques eru handgerðar úr hágæða agnbeykivið sem gefur þeim alveg einstakt útlit. Clicques eru í 3 pörtum sem haldast saman með seglum og er hægt að skipta þeim út eins og manni sýnist. Clicques koma í alveg plastlausum umbúðum og er hægt að nýta kassann þeirra sem dúkku hús.
Gakktu til liðs við Plánetu
Og vertu partur af veröld tileinkaðri skynjunarleik