Jellystone Design
Tanntökuleikfang - Kanína
Tanntökuleikfang - Kanína
Deila
Tanntökuleikfang í kanínu búning. Alveg einstakt og krúttlegt tanntökuleikfang sem auðvelt er að ná taki á. Þróað fyrir litlar hendur og viðkvæma góma. Áferðin á bakhliðinni er sérhönnuð fyrir börn sem eru að taka tennur og svo gefur hún einnig skemmtilega skynjunarupplifun fyrir litlu krílin. Kanínu tanntökuleikfangið er framleitt úr hágæða matvælasílikoni sem inniheldur engin eiturefni eða annan óþverra eins og BPA eða phthalate og er því algjörlega öruggt fyrir litla gullmolann þinn.
Það sem þú þarft að vita:
- Búið til úr matvælasílikoni í hæsta gæðaflokki
- Hannað til að auðvelda litlum höndum að ná góðu gripi
- Hefur örvandi áferð til að vekja áhuga lítilla fingra
Umhirða: Til að þrífa tanntökuleikfangið er best að þvo það með volgu sápuvatni eða þurka af því með rökum klút.
Stærð: 10 x 7.5 x 1.5cm
Aldursviðmið: 4 mánaða og eldri.
Aðrir vöruflokkar sem þú gætir haft áhuga á.
Fígúru Túbur
Túburnar eru frábær viðbót til að fullkomna skynjunarbakkann.
Hver túba inniheldur frá 6-14 fígúrur sem bjóða upp á ýmis viðfangsefni, svo sem: skordýr, sjávardýr, blóm, líffæri, fljúgandi farartæki og margt margt fleira.
Leiksilki
Leiksilki eru frábært verkfæri fyrir skynjunarleik að öllu tagi. Leiksilkin eru einstaklega mjúk og falleg með æðislega áferð og eru því algjör sprengja fyrir bæði sjón og snertingu. Leiksilkin bjóða upp á alveg opin leik, og það er ótrúlegt að fylgjast með barninu leika sér að því og sjá hvað þvi dettur í hug. Leiksilkin eru gerð út 100% hreinu 5 momme mórberja silki og handlituð með eiturefnalausum litum.
Clicques
Clicques eru einstaklega falleg og vandöð skynjunarleikföng. Clicques eru handgerðar úr hágæða agnbeykivið sem gefur þeim alveg einstakt útlit. Clicques eru í 3 pörtum sem haldast saman með seglum og er hægt að skipta þeim út eins og manni sýnist. Clicques koma í alveg plastlausum umbúðum og er hægt að nýta kassann þeirra sem dúkku hús.
Gakktu til liðs við Plánetu
Og vertu partur af veröld tileinkaðri skynjunarleik