Jellystone Design

Skynjunarbolti

Skynjunarbolti

Venjulegt verð 2.990 kr
Venjulegt verð Útsölu verð 2.990 kr
Singles day Vara uppseld
VSK innifalinn
Color: Hunang

Skemmtilegur bolti sem er einnig frábært tanntökuleikfang! Sigurvegari Good Design Award 2022.

Hannaður fyrir börn á öllum aldri og á öllum þroskastigum. Skynjunarboltinn virkar bæði sem tanntökuleikfang fyrir yngstu börnin og sem skynjunarleikfang fyrir eldri börn.

Pláneta mælir með: Notaðu skynjunarboltann með leiksilki. Skynjunarboltinn parast alvega frábærlega með leiksilkjunum okkar. Hægt er að troða leiksilki inn í boltann fyrir yngstu börnin og bjóða þeim þannig upp á tvær mismunandi áferðir til að upplifa þegar það leikur sér með boltann. Börnin hafa svo gaman af því að reyna toga leiksilkið útúr boltanum. Fyrir eldri börn er svo hægt að þræða leiksilkið um umgjörð boltans og búa þannig til þraut fyrir barnið að leysa.

Skynjunarboltinn inniheldur engin óæskileg efni, hann er búinn til úr matvælasílikoni svo börn geta nagað mjúkt og öruggt yfirborð hans til að róa auman góminn. Opin hönnun skynjunarboltans hjálpar börnunum að ná góðu gripi á boltanum og bera hann að munninum þegar tennurnar láta til sín taka.

Skynjunarboltinn er einnig frábært leikfang fyrir eldri börn sem geta teygt, gripið, rúllað, kreist og skoppað honum sér til gamans. Boltinn hefur hvetjandi áhrif á hreyfingar sem hjálpa barninu að æfa fínhreyfingar, hjálpar því að læra á form og munstur, ásamt því að æfa samhæfingu handa og augna.

Stærð: 8.5 x 9.5 x 9.5cm

Umhirða:

Til að þrífa skynjunarboltann má einfaldlega skella honum í uppþvottavélina eða þrífa með volgu vatni og sótthreinsa.

 

Skoða fulla lýsingu

Aðrir vöruflokkar sem þú gætir haft áhuga á.

Fígúru Túbur

Túburnar eru frábær viðbót til að fullkomna skynjunarbakkann.
Hver túba inniheldur frá 6-14 fígúrur sem bjóða upp á ýmis viðfangsefni, svo sem: skordýr, sjávardýr, blóm, líffæri, fljúgandi farartæki og margt margt fleira.

Skoða úrval

Leiksilki

Leiksilki eru frábært verkfæri fyrir skynjunarleik að öllu tagi. Leiksilkin eru einstaklega mjúk og falleg með æðislega áferð og eru því algjör sprengja fyrir bæði sjón og snertingu. Leiksilkin bjóða upp á alveg opin leik, og það er ótrúlegt að fylgjast með barninu leika sér að því og sjá hvað þvi dettur í hug. Leiksilkin eru gerð út 100% hreinu 5 momme mórberja silki og handlituð með eiturefnalausum litum.

Skoða úrval

Clicques

Clicques eru einstaklega falleg og vandöð skynjunarleikföng. Clicques eru handgerðar úr hágæða agnbeykivið sem gefur þeim alveg einstakt útlit. Clicques eru í 3 pörtum sem haldast saman með seglum og er hægt að skipta þeim út eins og manni sýnist. Clicques koma í alveg plastlausum umbúðum og er hægt að nýta kassann þeirra sem dúkku hús.

Skoða úrval