Jellystone Design
Náhvalur & Form
Náhvalur & Form
Deila
Náhvalur & Form
Frábært verkfæri og fyrsta leikfang fyrir öll börn
Klassískt kennsluleikfang fyrir leikherbergið í nýjum Jellystone-búningi! Þessi töfrandi náhvalur er tilbúinn í leik. Öll börn, ung og smá geta uppgötvað form og þróað fínhreyfingar þegar þau flokka hvern kubb í gegnum samsvarandi op. Með sérhönnuðum botni haldast kubbarnir inni í náhvalnum en eru auðveldlega aðgengilegir þegar komið er að því að leika aftur. Formin fimm og náhvalinn má nota við fleiri aðstæður en bara í leikherberginu og hentar leikfangið sérstaklega vel í baðinu.
Eins og með flest af leikföngunum okkar vitum við að þau enda í munni litlu barnanna. Náhvalurinn er því gerður úr mjúku sílikoni með áferð sem er náttúrulega laus við öll óæskileg efni og er því öruggt fyrir börn að kanna með öllum skynfærum!
Það sem skiptir máli:
- Úrvinnsla vandamála: Hvetur til gagnrýninnar hugsunar á meðan börnin leika sér.
- Fínhreyfingar: Bætir fimi, samhæfingu handa og augna með grípandi skynjunarþáttum. Fullkomið fyrir litlar hendur að halda á og auman góm að naga í.
- Má nota hvar sem er: Hægt að nota í leikherberginu, á baðinu eða jafnvel úti.
- Fjölhæft og framandi: Mjög áþreifanlegt og hægt að nota með leir
Umhirða: Til að þrífa Náhvalinn má setja leikfangið í uppþvottavél eða þvo með volgu sápuvatni.
Stærð: 21 x 15 x 13 cm
Hentar fyrir börn 6 mánða og eldri

Aðrir vöruflokkar sem þú gætir haft áhuga á.
Fígúru Túbur
Túburnar eru frábær viðbót til að fullkomna skynjunarbakkann.
Hver túba inniheldur frá 6-14 fígúrur sem bjóða upp á ýmis viðfangsefni, svo sem: skordýr, sjávardýr, blóm, líffæri, fljúgandi farartæki og margt margt fleira.
Leiksilki
Leiksilki eru frábært verkfæri fyrir skynjunarleik að öllu tagi. Leiksilkin eru einstaklega mjúk og falleg með æðislega áferð og eru því algjör sprengja fyrir bæði sjón og snertingu. Leiksilkin bjóða upp á alveg opin leik, og það er ótrúlegt að fylgjast með barninu leika sér að því og sjá hvað þvi dettur í hug. Leiksilkin eru gerð út 100% hreinu 5 momme mórberja silki og handlituð með eiturefnalausum litum.
Clicques
Clicques eru einstaklega falleg og vandöð skynjunarleikföng. Clicques eru handgerðar úr hágæða agnbeykivið sem gefur þeim alveg einstakt útlit. Clicques eru í 3 pörtum sem haldast saman með seglum og er hægt að skipta þeim út eins og manni sýnist. Clicques koma í alveg plastlausum umbúðum og er hægt að nýta kassann þeirra sem dúkku hús.
Gakktu til liðs við Plánetu
Og vertu partur af veröld tileinkaðri skynjunarleik