Jellystone Design

Leikbakki

Leikbakki

Venjulegt verð 6.990 kr
Venjulegt verð Útsölu verð 6.990 kr
Singles day Vara uppseld
VSK innifalinn
Litur

Taktu vel á móti þessum einstaka leikbakka sem er sérhannaður með skynjunarleik í huga. Leikbakkann má nota með fyrir allargerðir af skynjunargrunn, hvar og hvenær sem er!

Með leikbakkanum frá Jellystone Design færðu tvo bakka í stað eins. Þú getur skapað þinn eigin ævintýraheim í bambus- og melamíngrunninum eða í sílíkonlokinu. Sílíkonlokið er skreytt með einstaklega fallegum teikningum af hlutum úr náttúrunni, geimnum og garðinum.

Leikbakkinn er hannaður fyrir allar gerðir skynjunarleiks, hvort sem um ræðir drullumall, skapandi leik eða skynjunar- og hlutverkaleiki. Börn geta skapað sína eigin töfrandi veröld innan leikbakkans, hann býður því upp á endalausa möguleika. Leikbakkinn veitir fullkomnar aðstæður fyrir litla heila til að einbeita sér og fyrir litlar hendur til að uppgötva. Leikbakkinn er auðveldur bæði í notkun og frágangi. Til að þrífa leikbakkann má skella honum í uppþvottavélina eða skola með volgu sápuvatni.

Það sem þú þarft að vita:

  • Tilbúinn til að nota í allar gerðir skynjunarleiks - drullumall, skapandi eða skynjunar- og hlutverkaleiki.
  • Fallega skreytt sílikonlok og bambusbakki: hættulaus, öruggur og fullkominn.
  • Auðveldur í notkun, ekkert vesen og lítið mál að ganga frá.
  • Búðu til þinn eigin ævintýraheim.

Stærð: 35,5 cm þvermál og 6 cm djúpur

Umhirða: Til að þrífa yfir leikbakkann má setja leikfangið í uppþvottavél eða þvo með volgu sápuvatni.

Aldursviðmið: 3 ára og eldri.

Skoða fulla lýsingu

Aðrir vöruflokkar sem þú gætir haft áhuga á.

Fígúru Túbur

Túburnar eru frábær viðbót til að fullkomna skynjunarbakkann.
Hver túba inniheldur frá 6-14 fígúrur sem bjóða upp á ýmis viðfangsefni, svo sem: skordýr, sjávardýr, blóm, líffæri, fljúgandi farartæki og margt margt fleira.

Skoða úrval

Leiksilki

Leiksilki eru frábært verkfæri fyrir skynjunarleik að öllu tagi. Leiksilkin eru einstaklega mjúk og falleg með æðislega áferð og eru því algjör sprengja fyrir bæði sjón og snertingu. Leiksilkin bjóða upp á alveg opin leik, og það er ótrúlegt að fylgjast með barninu leika sér að því og sjá hvað þvi dettur í hug. Leiksilkin eru gerð út 100% hreinu 5 momme mórberja silki og handlituð með eiturefnalausum litum.

Skoða úrval

Clicques

Clicques eru einstaklega falleg og vandöð skynjunarleikföng. Clicques eru handgerðar úr hágæða agnbeykivið sem gefur þeim alveg einstakt útlit. Clicques eru í 3 pörtum sem haldast saman með seglum og er hægt að skipta þeim út eins og manni sýnist. Clicques koma í alveg plastlausum umbúðum og er hægt að nýta kassann þeirra sem dúkku hús.

Skoða úrval