Viðburðir í mars
Share
Komið sæl kæra fólk og gleðilegan páskamánuð.
Ég vil þakka öllum kærlega sem mættu á skynjunarleikstund mánudaginn 4. mars á bókasafni Hafnarfjarðar, það var ekkert smá gaman!
Það verða þrjár skynjunarleikstundir til viðbótar núna í mars, svo ég hvet ykkur eindregið að merkja okkur inn á dagatalið.
Næstu skynjunarleikstundir í mars eru:
- Fimmtudagurinn 14. mars.
- Bókasafn Garðabæjar frá klukkan 10-12.
-
Hlekkur á viðburð.
- Fimmtudagurinn 14. mars.
- Bókasafn Hafnarfjarðar frá klukkan 15-17.
- Hlekkur á viðburð.
- Sunnudagurinn 17. mars.
- Hvalasafnið Whales of Iceland frá klukkan 14-17.
- Hlekkur á viðburð.
Við munum halda okkar fyrstu skynjunarleikstund á Bókasafni Garðabæjar þann 14. mars og erum við ekkert smá spennt að fá að kynnast öllum nýju snillingunum þar!
Svo verður að sjálfsögðu hin reglulega fimmtudags skynjunarleikstund á bókasafni Hafnarfjarðar sama dag frá klukkan 15-17.
Svo loks ætlar Pláneta að mæta í þriðja skiptið ásamt Prinsessur í Hvalasafnið Whales of Iceland þann 17. mars og má þar búast við miklu páskahúllumhæ!
Hlökkum til að sjá sem flest ykkar í mars. Eigið yndælan og skynjunarríkan mánuð!