Hvað er á döfinni í nóvember? Skynjunarleiksmiðjur og Jólaþorp Hafnarfjarðar

Hvað er á döfinni í nóvember? Skynjunarleiksmiðjur og Jólaþorp Hafnarfjarðar

Við viljum byrja á að þakka Bókasafni hafnarfjarðar og öllum sem mættu á skynjunarleiksmiðjuna mánudaginn 6 nóvember. Mætingin fór fram úr öllum væntingum, og á frábærum tíma því Hafnarfjörður hefur ákveðið að veita okkur frekari styrk til að fjölga skynjunarleiksmiðjunum.🪅

Við erum því spennt að tilkynna að næsta skynjunarleiksmiðja verður haldinn 23. nóvember í Bókasafni Hafnarfjarðar. En það er ekki eina skynjunarleiksmiðjan á döfinni því þann 26. nóvember ætlar Pláneta að mæta aftur í Hvalasafn Íslands ásamt Prinsessum og Fúla Hvalnum þar sem við lofum miklu fjöri og fögnuð.🥳 Við viljum minna á að Skynjunarleiksmiðjurnar okkar eru oft blautar og subbulegar svo endilega mætið með aukaföt svo krílin geta farið heim í hreinum og fínum fötum 😊

23. nóvember: Bókasafn Hafnarfjarðar

26. nóvember: Hvalasafn Íslands

Plánetu hefur svo verið boðið að taka þátt í jólaþorpinu í Hafnarfirði annað árið í röð. Þið getið því komið og fengið að sjá vörurnar okkar með berum augum á Thorsplani í Hafnarfirði á opnunarhelgi jólaþorpsins, 17. til 19. nóvember. 🎅Endilega komið og heilsið upp á okkur. Við hlökkum til að sjá ykkur öll og munum taka hlýlega á móti öllum sem vilja koma og fræðast um skynjunarleik.

17. - 19. nóvember: Jólaþorp Hafnarfjarðar

 

Back to blog

Leave a comment

Please note, comments need to be approved before they are published.