Verum Memmm og eigum Kátt sumar!

Verum Memmm og eigum Kátt sumar!

Gleðilegt sumar!

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur upp á síðkastið.

Í byrjun júní vorum við með sölubás og pop-up leiksmiðju í Kolaportinu.
Svo tókum við þátt í Björtum dögum með Hafnarfjarðarbæ og vorum með skynjunarleiksmiðju á Thorsplani ásamt því að halda skynjunarleiksmiðju í Hellisgerði þann 17. júní.

Memmm play:
Við erum þó ekki hætt í sumar því þriðjudaginn 25. júní frá klukkan 10:00 - 13:00 ætlum við að mæta og vera með skynjunarleiki í grillpartý Memmm Play í Gufunesbæ. Sjá kort

Kátt á víðistaðatúni
Svo erum við spennt að tilkynna að Plánetu hefur verið boðið að taka þátt í barnahátíðinni Kátt á Víðistaðatúni! Ef þú kannast ekki við barnahátíðir Kátt mæli ég eindregið með að þú smellir á hlekkinn og nælir þér í miða. Þetta verður einn eftirminnilegasti barnaviðburður ársins og ætti enginn að láta hann fram hjá sér fara.
Hlekkur á hátíðina:
https://www.facebook.com/share/HQT96tkrpQ9Eigxy/

Skynjunarleikstundirnar í Bókasafni Hafnarfjarðar hefjast svo aftur í haust en nákvæmar dagsetningar verða birtar þegar nær dregur.

Fleira var það ekki að sinni, takk fyrir lesturinn!

Siggi

Aftur í blogg

Skildu eftir athugasemd

Hafðu í huga að athugasemd verður yfirfarin áður en að hún er birt.