
Skynjunarleir!!!!
Share
Pláneta hefur verið að vinna að framleiðslu á leir og viljum við tilkynna með stolti að CE vottun er komin í hús og leirinn því kominn í almenna sölu hér.
Leirinn okkar er handgerður úr íslenskum hráefnum og inniheldur engin óæskileg efni. Leirinn er litaður með náttúrulegum efnum og getur litur hans því verið breytilegur.
Þrjár uppskriftir eru klárar en þær eru: Lavender, piparminta og appelsína.
Leirinn er kominn í almenna sölu á vefsvæði okkar, en einnig er hægt að nálgast hann á viðburðum sem við tökum reglulega þátt. Endilega sendið okkur skilaboð ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi leirinn, aðrar vörur, eða hvað sem er tengt okkur.
Þú finnur leirinn á: https://planeta.is/collections/skynjunarleir