Október er að ganga í garð og erum við á fullu að undirbúa næstu skynjunarleiksmiðjur svo við getum boðið ykkur í ævintýralega upplifun.
Sunnudaginn 1. október verður The Grumpy Whale Book Launch á Hvalasafninu (Whales of Iceland) frá 12-15. Bókin byggir á umhverfissjónarmiðum og vináttu og sækir innblástur úr þjóðsögunum okkar og íslenskri náttúru. Plánetu var boðið að koma og vera með í þessari frábæru skemmtun, og það þýðir aðeins eitt. Fullt af skynjunarleikjum fyrir alla!
Þú getur skoðað Facebook-síðu viðburðarins hér, eða smellt á hlekkinn fyrir frekari upplýsingar.
Regluleg skynjunarleikstund fyrsta mánudag hvers mánaðar:
Mánudaginn 2. október ætlar Pláneta að vera með reglulega skynjunarleikstund í Bókasafni Hafnarfjarðar. Skynjunarleikstundin er opin öllum og kostar ekki neitt. Flest virkni sem þar verður í boði er hugsuð út frá börnum sem ekki eru komin með pláss á leikskóla, eða aldurshópinn 0-2 ára. En ef þú hefur áhuga á að koma með barn sem er eldra en það máttu endilega bara láta okkur vita svo við getum græjað virkni við hæfi.
Þú getur skoðað Facebook-síðu viðburðarins hér eða smellt á hlekkinn fyrir frekari upplýsingar.
Ætlar þú að mæta í skynjunarleiksmiðju hjá okkur og langar að prufa einhvern sérstakan leik eða virkni? Hafðu samband við okkur á IG eða FB og láttu okkur vita.