Opið hús í Íshúsinu, föstudaginn 2 Júní og Sunnudaginn 4 Júní
Share
Í tilefni af björtum dögum ætlar Íshúsið í Hafnarfirði að vera með opið hús næstkomandi föstudag 2. júní 2023, og svo aftur á sjómannadaginn 4. júní. Pláneta ætlar að sjálfsögðu að taka þátt og verðum við fjölskyldan þar á staðnum til að taka á móti gestum.
Opnunartímar verða:
Föstudaginn 2. júní: 18-21
Grein um Bjarta daga á vefsíðu Hafnarfjarðar
Sunnudaginn 4. júní: 13-17
Fésbókarviðburður fyrir Sjómannadag
Einnig langar okkur að tilkynna að við munum vera með sölubás í Hafnarfirði þann 17. júní þar sem aðaláhersla verður sett á Leiksilki og annan silkivarning. Við erum búin að panta fullt af nýjum silkivörum sem verða einungis í boði á 17. júní svo við hvetjum sem flesta til að koma og kíkja á okkur.
Takk kærlega fyrir að lesa þetta til enda :D Við hlökkum ekkert smá til að sjá ykkur.