Leiksilki eru frábært verkfæri fyrir opinn skynjunarleik. Leiksilki eru innblásin af Waldorf kennslufræðum, eru falleg ásýndar, bjóða uppá einstaklega mjúka snertingu, og setja fallegan blæ á barna- eða leikherbergið.
En hvernig er best að athafna sig með leiksilki?
Fyrst og fremst er best að kynna barnið fyrir leiksilki og sjá hvernig það bregst við. Ímyndunar afl barna er mun öflugra en marga gæti grunað og er það alveg einstök upplifun að fá að sjá hugmyndir barnsins streyma út óhindraðar og hömlulaust. En stundum getur líka verið ágætt að vera með skipulagða leikstund og langar okkur því að deila með þér kæri lesandi 10 hugmyndum að skynjunarleik með leiksilki.
-
Gjugg í borg!Gömul og gild leikaðferð, og frábær leið til að kynna leiksilki fyrir barninu.
- Vatnsleikir
Settu leiksilkin í leikbakka og fylltu hann með vatni. Hmm áferðin er allt önnur en þegar leiksilkið er þurrt er það ekki? Gott er að hvetja barnið til að lýsa upplifun sinni og æfa orðaforða (blautt, þurrt, dropar, osfv) - Baðleikir
Hugmyndin er sú sama og síðasta, en hér þarf ekki að nota leikbakka heldur bara taka leiksilkið með sér í baðið. - Búningaleikir
Leiksilki geta orðið að pilsi, sjali eða skikkju án mikillar fyrirhafnar. Hægt er að klæða sjálfan sig eða jafnvel dúkkur og bangsa. -
Útileikir
Taktu leiksilkið með þér út að leika! Skín sólin hátt á himni? Leiksilkið getur hentað sem frábært útileigu teppi! Eða er hvasst? Hvernig væri þá að bindi leiksilkið við prik og sjá hvernig það flöktir í vindinum.
-
Innpökkun
Leiksilki hentar einstaklega vel til að pakka inn gjöfum, og kemur ótrúlega fallega út. Ef þú velur að nota leiksilki til að pakka inn, þýðir það að umbúðirnar sjálfar verða partur af gjöfinni. Frábært fyrir alla þá sem tileinka sér umhverfismál. Hugmyndin er byggð á “Furoshiki” sem er japönsk aðferð til að pakka inn gjöfum.
- Hlutverkaleikir
Ætlarðu að búa til bóndabæ, vistkerfi í lofti eða hafi? Leiksilki getur orðið að hverju sem er. - Dúkku/bangsa leikir
Stundum þurfa dúkkurnar/bangsarnir teppi til að leggja sig, en stundum þurfa þau líka fallhlíf! Það góða við leiksilki er að það getur hentað fyrir bæði. - Leiksilki súpa
Elskarðu að elda? Hvernig væri að skella í silki súpu? Náðu í gamlan pott, steina, prik, gras, kanil stangir eða hvað sem hugurinn girnist og skelltu því saman ásamt leiksilki og framreiddu lítríka og skemmtilega máltíð. - Búðu til helli
Það er alltaf gaman að búa til felustað. Settu leiksilki yfir borð, stól eða Pikler og búðu til felustað þar sem barnið getur gleymt sér frá öllu amstri og truflunum.
Við viljum þakka þér kærlega fyrir lesturinn, og vonum við að þú lesandi góður hafið fundið einhverjar hugmyndir sem þig langar til að prófa. Ef þú hefur fleiri hugmyndir sem þér finnst eiga heima þarna eða ert með skemmtilegar sögur eða myndir máttu endilega deila þeim með okkur, við viljum heyra frá þér og vita hvað þér finnst.
Mbk
Siggi, Jorika og Hneta