Pláneta skynjunarleikföng Blogg sensory

Jólin að koma, nýjar vörur, sölubásar og fleira!

Eru ekki allir komnir í jólaskap?
Nú fer að styttast í jólin og er margt á döfinni hjá okkur fjölskyldunni. Við erum búin að vera skipuleggja allskonar jólatengda skynjunarleiki fyrir dóttir okkar, og hlökkum við mikið til að prófa þá og deila með ykkur þegar nær dregur.

Nýjar vörur!
Stórir hlutir að gerast hjá Plánetu! Við vorum að festa kaup á vörum frá 3 nýjum birgjum. Við erum virkilega spennt að fá þær og kynna fyrir ykkur. Við viljum ekki gefa upp of mikið að svo stöddu en frekari upplýsingar munu koma fljótlega. Vörurnar ættu að koma á næstu vikum svo öllum ætti að vera farið að hlakka til jóla :)

Sölubásar og Jólaþorp
Við ætlum að vera með sölubás í Jólaþorpi Hafnarfjarðar helgina 18 - 20 nóvember og svo aftur helgina  2-4 desember. Hlökkum til að sjá sem flesta þar og spjalla um skynjunarleik, uppeldi, vinsælustu leikföngin eða jafnvel veðrið :D Svo erum við að skoða fleiri "pop up" markaði til að taka þátt í fram að jólum og hvet ég ykkur endilega til að fylgjast vel með á instagram / facebook svo þið missið alveg örugglega ekki af okkur.

Annað
Við erum einnig að vinna í nýrri vefsíðu en þangað til hún er klöppuð og klár erum við að spá í að skella Plánetu í jólabúning og dreyfa smá jólastemmningu, þar sem jólin eru bara einu sinni á ári.

Aftur í blogg

Skildu eftir athugasemd

Hafðu í huga að athugasemd verður yfirfarin áður en að hún er birt.