Gleðilegt sumar! Nýr silkivarningur!

Gleðilegt sumar! Nýr silkivarningur!

Góðan dag kæru vinir, og gleðilegt sumar!

Við viljum byrja á að þakka öllum sem komu og heimsóttu okkur í Íshúsinu og á 17 júní. Viðtökurnar voru vægast sagt mjög góðar og þótti okkur ótrúlega vænt um að sjá ykkur öll og fá að ræða aðeins um skynjunarleik og fleira.

Sólin er loks farin að leika við okkur og er því ekki seinna að vænna að henda í einn blogg póst um nokkur af hinum æðislegu nýju leiksilkjum og silkivarningi sem við vorum að bæta í vefverslunina.

Silkisverð

Silkisverðið er frábær viðbót í hlutverka leikinn sem gefur barninu útrás og skemmtun. Sverðið er frábær blanda af mjúku og stinnu svo hægt er að beita því almennilega án þess að eiga á hættu að meiða neinn. Sverðið er tilvalið til að taka með í útileiguna svo barnið geti fengið smá útrás í náttúrunni.

Silkivængir
Silkivængirnir frá Sarah's silk hafa verið staðlaður búnaður í búningakistunni hjá fjölda fólks í yfir 25 ár. Silkivængirnir eru þægilegir og hannaðir svo að börn geti auðveldlega klætt sig í og úr þeim. Börnin elska að hlaupa um með vængina úti í náttúrunni.

Úlnliðsborðar
Úlnliðsborðarnir eru frábærir til að auka virkni í leik. Úlnliðsborðarnir láta börnin vilja dansa og styrkir þanning hreyfigetu og eykur líkamsheilbrigði. Börnin elska að hlaupa um með úlnliðsborðana og sjá þá sveiflast skemmtilega í vindinum.

Þið getið svo fundið öll silki sem pláneta býður upp á hérna.

Við viljum aftur óska ykkur gleðilegs sumars, og þakka ykkur innilega fyrir að sýna okkur áhuga. Við hlökkum til skemmtilegs sumars með fullt af skynjunar upplifunum.
Aftur í blogg

Skildu eftir athugasemd

Hafðu í huga að athugasemd verður yfirfarin áður en að hún er birt.