Gleðilegt nýtt ár! Leiksmiðjur í Janúar.

Gleðilegt nýtt ár! Leiksmiðjur í Janúar.

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og takk fyrir það gamla!

2025 gekk ekki alltaf brösulaust fyrir sig en eftir stendur þó ár stútfullt af fallegum minningum 💛

✨Við mættum með skynjunarleik á bókasöfn, útihátíðir, sumarfögnuði og alls kyns viðburði, ásamt því að stunda hann af kappi heima við (að sjálfsögðu). Og svo hlaut leirinn okkar loks CE-vottun 🎉

✨En helst af öllu var 2025, árið sem Hneta litla varð fjögurra ára fullorðin og sjálfstæður einstaklingur. Það var mikið dansað, ótal tilfinningaköst sem voru mörg hver hræðileg, garðar voru ræktaðir og hversdagslíf var allt frá skelfilegu yfir í að vera yndislegt.

✨Pláneta hélt áfram, stöðugum vexti yfir árið og mótaðist af fjölskyldulífinu, leik og sameiginlegum upplifunum.
Þakka ykkur öllum kærlega fyrir að vera með okkur og leyfa okkur að taka þátt í lífi ykkar. Við hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári 💛✨🥰

Við verðum með 2 skynjunarleiksmiðjur núna í janúar en þær verða:+

Þiðjudaginn 13. janúar í nýsköpunarsetrinu við lækinn frá kl 16:00-17:30
Fimmtudaginn 15. janúar í Bókasafni Garðabæjar frá klukkan 10:00-12:00.

Hlökkum til að taka á móti sem flestum á nýju ári.
Aftur í blogg

Skildu eftir athugasemd

Hafðu í huga að athugasemd verður yfirfarin áður en að hún er birt.